Landsliðsmarkvörður á leið til Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson er að gagnga til liðs við Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson er að gagnga til liðs við Arsenal. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Dijon í frönsku 1. deildinni, fór í í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal í dag en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu.

Rúnar mun svo ganga til liðs við enska félagið ef allt gengur að óskum en honum er ætlað að fylla skarðið sem Emiliano Martinez skilur eftir sig en Arsenal er að selja hann til Aston Villa fyrir 20 milljónir punda.

Rúnar Alex er 25 ára gamall markvörður en hann er uppalinn hjá KR. Hann gekk til liðs við Nordsjælland árið 2015 og lék með liðinu í þrjú ár í Danmörku áður en hann hélt til Dijon þar sem hann hefur byrjað tímabilið sem varamarkvörður liðsins.

Rúnar Alex lék ellefu leiki með Dijon í frönsku 1. deildinni á síðustu leiktíð en núverandi markvarðaþjálfari Arsenal er sá sem fékk leikmanninn til Dijon frá Nordsjælland á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert