Sá næstelsti greindist með veiruna

Neil Warnock var lengi knattspyrnustjóri Cardiff og er nú með …
Neil Warnock var lengi knattspyrnustjóri Cardiff og er nú með Middlesbrough. AFP

Neil Warnock, næstelsti knattspyrnustjórinn í efstu deildum Englands, hefur greinst með kórónuveiruna en félag hans Middlesbrough staðfesti þetta í morgun.

Warnock, sem er 71 árs, tveimr árum yngri en Roy Hodgson kollegi hans hjá Crystal Palace, fann fyrir slappleika fyrir leik liðsins gegn Barnsley í deildabikarnum í fyrrakvöld og ákvað að fylgjast með leiknum úr einu af fyrirtækjaherbergjunum á leikvanginum, í stað þess að stjórna liðinu af varamannabekknum.

Hann greindist síðan með veiruna og er kominn í einangrun. Í tilkynningu frá Middlesbrough segir að Warnock sé léttur í lund. Hann mun missa af allavega tveimur næstu leikjum liðsins í B-deildinni sem eru gegn Bournemouth og QPR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert