Tímabilið búið hjá Van Dijk?

Virgil van Dijk gengur meiddur af vellii.
Virgil van Dijk gengur meiddur af vellii. AFP

Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk fór meiddur af velli er hann og liðsfélagar hans í Liverpool heimsóttu nágrannana í Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Jordan Pickford í marki Everton fór ansi harkalega í van Dijk inn í teig í fyrri hálfleiknum og hefði Liverpool fengið víti, en þess í stað var dæmd rangstaða á Hollendinginn sem var ansi tæpur dómur. 

Van Dijk þurfti að fara af velli í kjölfarið og sjónvarpsmenn BeIN Sports segja að varnarmaðurinn sé líklegast með slitið krossband og verði frá næstu sjö til átta mánuðina.

„Upplýsingarnar sem við erum að fá er að hann sé með slitið krossband eftir atvikið með Jordan Pickford. Hann verður frá næstu sjö eða átta mánuðina ef það reynist satt,“ sagði Richard Keys í sjónvarpsútsendingu í hálfleik. 

mbl.is