Leikmaður Manchester United með veiruna

Einn leikmaður í herbúðum Manchester United hefur greinst með kórónuveiruna.
Einn leikmaður í herbúðum Manchester United hefur greinst með kórónuveiruna. AFP

Ungur knattspyrnumaður Manchester United er smitaður af kórónuveirunni og getur því ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Watford í ensku bikarkeppninni annað kvöld en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Það er hinn 19 ára gamli Facundo Pellistri sem er með veiruna og mun hann því nú fara í einangrun í tíu daga. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, staðfesti þetta á blaðamannafundi sínum í dag. Pellistri hefur aðallega æft með varaliði United undanfarið og hefur þetta því ekki áhrif á leikinn gegn B-deildarliði Watford annað kvöld.

Alls reynd­ust 40 vera smitaðir af kór­ónu­veirunni í nýj­ustu skimun í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu sem gerð var í síðustu viku og er það mesti fjöldi frá því skim­an­ir hóf­ust. Fresta hefur þurft nokkrum leikjum vegna veirunnar og þá mun Aston Villa tefla fram U23 ára liði sínu í bikarnum gegn Liverpool í kvöld eftir að nokkrir leikmenn aðalliðsins greindust með veiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert