Arsenal rifti samningnum

Sokratis Papastathopoulos hefur yfirgefið Arsenal.
Sokratis Papastathopoulos hefur yfirgefið Arsenal. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur rift samningi sínum við gríska varnarmanninn Sokratis Papastathopoulos.

Þetta staðfesti enska félagið á samfélasgmiðlum sínum í dag en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal frá því Mikel Arteta tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal í desember 2019.

Sokratis gekk til liðs við Arsenal frá Borussia Dortmund sumarið 2018 en enska félagið borgaði tæplega 18 milljónir punda fyrir miðvörðinn.

Sokratis varð bikarmeistari með Arsenal á síðustu leiktíð en hann lék alls 69 leiki fyrir Arsenal frá 2018.

Þá á hann að baki 90 landsleiki fyrir Grikkland en hann verður 33 ára gamall í júní.

mbl.is