Fékk ekki að kveðja leikmenn Chelsea

Frank Lampard var rekinn í morgun.
Frank Lampard var rekinn í morgun. AFP

Frank Lampard fékk ekki að kveðja leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea eftir að hann var rekinn frá félaginu í dag.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Lampard var boðaður á fund á Stamford Bridge í morgun þar sem honum var sagt upp störfum. 

Lampard var á leið á æfingasvæði félagsins í Cobham í morgun þegar hann fékk símtal frá eiganda félagsins, Roman Abramovich, þar sem hann var boðaður á fundinn örlagaríka.

Marina Granovskaia, yfirmaður íþróttamála hjá Chelsea, og Bruce Beck, stjórnarformaður Chelsea, sátu fundinn með Lampard.

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að gagnrýna uppsögn Lampards sem er goðsögn hjá Chelsea eftir að hafa leikið með liðinu í tæp fimmtán ár.

Þá eru margir ósáttir við að hann skuli ekki hafa fengið að kveðja leikmenn liðsins en gengi liðsins í undanförnum leikjum hefur verið undir væntingum og situr Chelsea í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig.

mbl.is