Seaman við Símann: Alisson fann yfirvaraskeggið mitt

David Seaman, fyrrverandi markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, ræddi við Tómas Þór Þórðarson og Arnar Þór Viðarsson hjá Símanum sport fyrir leik Arsenal og Liverpool í kvöld.

Seaman lék lengi fyrir Arsenal og segir hann liðið enn eiga tækifæri á að gera eitthvað á þessari leiktíð þrátt fyrir að vera í níunda sæti fyrir leik kvöldsins.

Þá ræddi hann um Alisson í marki Liverpool, en sá brasilíski skartar huggulegu yfirvaraskeggi, eitthvað sem Seaman var sjálfur þekktur fyrir.

Spjallið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is