Rifust heiftarlega eftir þátt

Gary Neville og Jamie Carragher
Gary Neville og Jamie Carragher AFP

Gary Neville og Jamie Carragher, sérfræðingar Sky Sports og fyrrverandi knattspyrnumenn, rifust heiftarlega löngu eftir að þeir ræddu málin í Monday Night Football-þættinum í gær.

Neville birti myndskeið af rifrildinu á Instagram þar sem þeir ræddu landsliðshóp Englands á EM í sumar.

Rifrildið hélt áfram á meðan þeir röltu út á bílastæði og inn í leigubíl. Voru of mikil læti í þeim að mati öryggisvarðar á svæðinu sem bað þá vinsamlegast að róa sig niður.

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Gary Neville (@gneville2)

mbl.is