Áfall fyrir City

Sergio Agüero er að glíma við meiðsli.
Sergio Agüero er að glíma við meiðsli. AFP

Sergio Agüero, framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á morgun.

Þetta staðfesti Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, á fjölmiðlafundi í dag en leikurinn fer fram á Wembley. 

Framherjinn er að glíma við meiðsli í kálfa en hann hefur aðeins byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark.

Agüero verður samningslaus í sumar en félagið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að framherjinn myndi yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út.

Leikur Chelsea og Manchester City fer fram á Wembley í London á morgun en í hinu undanúrslitaeinvígi bikarkeppninnar mætast Southampton og Leicester.

mbl.is