Kastaði reyksprengju inn á völlinn

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Luton Town

Stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Watford er í vondum málum eftir að hann kastaði reyksprengju inn á Kenilworth Road, heimavöll Luton, fyrir leik liðanna í ensku B-deildinni í dag.

Flautað var til leiks klukkan 11:30 í stað 15:00 vegna jarðarfarar Fil­ippus­ar prins og sprakk sprengjan á vellinum í miðri mínútu þögn vegna andláts Filippusar, en hann lést 99 ára að aldri í síðustu viku.

Enginn leikmaður né starfsmaður var nálægt sprengjunni þegar atvikið átti sér stað. Twittersíða Luton greindi frá að númeraplata á bíl sökudólgsins hefði verið send til lögregluyfirvalda. Luton vann leikinn 2:1.

mbl.is