Mörkin: Arsenal lék á als oddi

Emile Smith Rowe skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal á tímabilinu þegar liðið fékk WBA í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Smith-Rowe kom Arsenal yfir á 29. mínútu og Nicolas Pépé tvöfaldaði forystu Arsenal sex mínútum síðar.

Matheus Pereira minnkaði muninn fyrir WBA á 67. mínútu áður en Willian innsiglaði 3:1-sigur Arsenal með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu.

Leikur Arsenal og WBA var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is