Fyrirliði United klár í slaginn

Harry Maguire, fyrir miðju, á æfingu enska liðsins.
Harry Maguire, fyrir miðju, á æfingu enska liðsins. AFP

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er orðinn heill heilsu eftir ökklameiðsli sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum.

Maguire var ekki með enska landsliðinu gegn Króatíu í fyrsta leik liðsins á EM, en hann er búinn að jafna sig á meiðslunum og gæti spilað á móti Skotum á morgun.

„Mér líður vel og ég er búinn að æfa vel. Það voru vonbrigði að meiðast en mér líður vel núna. Ég vonast til að byrja á föstudaginn því þetta er stórleikur,“ sagði Maguire á blaðamannafundi í dag.

mbl.is