Gylfi á Anfield: Handviss hvaða lið verður enskur meistari

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson frá Símanum Sport voru á Anfield í dag á stórleik Liverpool og Manchester City og fóru vel yfir leikinn á vellinum að honum loknum.

Gylfi sagði að Liverpool hefði sýnt allt annan og betri leik í síðari hálfleik en í þeim fyrri og síðan hefði Mohamed Salah sýnt töfrabrögð þegar hann lagði upp fyrra markið fyrir Sadio Mané áður en hann skoraði svo sjálfur stórglæsilegt mark.

Þeir ræddu líka atvikið umdeilda þegar James Milner hefði getað fengið sitt seinna gula spjald og hvor knattspyrnustjóranna væri ósáttari við lokatölur leiksins, 2:2.

Gylfi var í lokin alveg með það á hreinu hvaða lið myndi standa uppi sem enskur meistari í vor en spjall þeirra má sjá og heyra í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert