Áfall fyrir Leeds

Kalvin Phillips fór meiddur af velli gegn Brentford um síðustu …
Kalvin Phillips fór meiddur af velli gegn Brentford um síðustu helgi. AFP

Kalvin Phillips, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Leeds, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. 

Þetta er mikið áfall fyrir Leeds en Phillips, sem er 26 ára gamall, er algjör lykilmaður í liðinu sem er með 16 stig í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sportsmail greinir frá því að leikmaðurinn verði frá næstu tvo mánuðina sem þýðir að hann mun ekki spila meira fyrir félagið á þessu ári.

Phillips hefur komið við sögu í tólf leikjum með Leeds í úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur lagt upp eitt mark.

Leedsarar hafa verið afar óheppnir með meiðsli það sem af er leiktíð en Patrick Bamford og Luke Ayling sneru þó aftur í liðið um síðustu helgi eftir nokkrar vikur á hliðarlínunni.

mbl.is