Mörkin: Hugguleg mörk Portúgalana

Joao Moutinho og Rúben Neves skoruðu mörk Wolves í 2:1-útisigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mörkin voru afar hugguleg en Ivan Toney jafnaði metin í 1:1 á milli markanna, einnig með góðri afgreiðslu. Adama Traoré skoraði í blálokin en markið hans var dæmt af og eins marks sigur Úlfanna því staðreynd.

Mörkin þrjú og önnur tilþrif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is