Líklegastur til þess að taka við Everton

Vítor Pereira þykir líklegastur til þess að taka við Everton.
Vítor Pereira þykir líklegastur til þess að taka við Everton. AFP

Vítor Pereira þykir líklegastur til þess að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Það er Sportsmail sem greinir frá þessu.

Everton leitar að nýjum stjóra eftir að Rafael Benítez var rekinn frá félaginu á dögunum en liðið hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu.

Pareira, sem er 53 ára gamall, er fæddur í Portúgal en hann stýrði síðast liði Fenerbache í Tyrklandi.

Hann gerði Porto tvívegis að meisturum í Portúgal, árin 2012 og 2013, en hann hefur áður verið orðaður við stjórastöðuna hjá Everton.

Félagið er í 16. sæti deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti, en þeir Wayne Rooney, Niko Kovac og Frank Lampard hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert