Minamino orðinn leikmaður Mónakó

Takumi Minamino er orðinn leikmaður Mónakó.
Takumi Minamino er orðinn leikmaður Mónakó. AFP/Paul Ellis

Japanski knattspyrnumaðurinn Takumi Minamino hefur skipt úr enska félaginu Liverpool og yfir til Mónakó í Frakklandi.

Minamino kom til Liverpool frá Salzburg fyrir tveimur árum en náði ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði enska liðsins.

Liverpool greiddi á sínum tíma 7,25 milljónir punda fyrir Minamino en Mónakó reiðir fram 15,5 milljónir fyrir japanska sóknarmanninn.

mbl.is