Chelsea og Tottenham í samkeppni

Richarlison vill yfirgefa Everton.
Richarlison vill yfirgefa Everton. AFP/ Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er komið í samkeppni við Tottenham um brasilíska landsliðsmanninn Richarlison sem hefur leikið með Everton undanfarin ár.

Tottenham hefur sýnt mikinn áhuga á leikmanninum en Chelsea vill styrkja framlínu sína. 

Tveir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Chelsea, Antonio Rüdiger fór til Real Madrid og Romelu Lukaku fór aftur til ítalska Seríu-A liðsins Inter Mílano eftir erfitt tímabil hans hjá Chelsea.

Chelsea hefur ekki náð í nýjan leikmann í glugganum enn sem komið er en hefur verið tengt við tvo aðra framherja fyrir utan Richalison, þá Raheem Sterling frá Manchester City og Ousmane Dembele en samningur hans við Barcelona rennur út í sumar. Sky Sports greindi frá þessu í dag.

mbl.is