Fulham vill leikmann United

Andreas Pereira, til vinstri.
Andreas Pereira, til vinstri. AFP

Fulham vill Andreas Pereira, knattspyrnumann Manchester United. Félagið er tilbúið að greiða 11 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. 

Pereira er 26 ára gamall miðjumaður sem byrjaði meistaraflokksferil sinn hjá United árið 2014. Hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan en farið fjórum sinnum á lán. Síðast var hann hjá Flamengo í Brasilíu og stóð sig með prýði. 

Fulham er nýliði í ensku úrvalsdeildinni sem hefur misst bæði Fabio Carvalho og Neco Williams til Liverpool. Báðir voru lykilmenn í liðinu. 

mbl.is