Tsimikas: Sanngjörn úrslit

Tómas Þór Þórðarson ræddi við Kostas Tsimikas, gríska vinstri bakvörðinn í liði Liverpool, á Goodison Park eftir markalaust jafntefli liðsins við Everton í dag.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Við erum vissulega svolítið vonsviknir en ef ég á að vera hreinskilinn tel ég að þetta hafi verið sanngjörn úrslit.

Báðir markverðirnir stóðu sig mjög vel. Við skutum tvisvar í stöngina, stöngin bjargaði þeim, en við tökum þetta stig og byggjum á því,“ sagði Tsimikas meðal annars.

Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Tsimikas ræðir meðal annars hvað Liverpool þurfi að gera til þess að komast aftur á beinu brautina eftir að hafa tapað stigum í fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is