Mörkin: Stórleikurinn í Manchester bauð upp á allt

Manchester United varð fyrsta liðið til þess að leggja Arsenal að velli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag.

Arsenal komst yfir á 12. mínútu en eftir að Paul Tierney, dómari leiksins, hafði skoðað atvikið í myndbandsskjánum ákvað hann að dæma markið af.

Antony skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og þá skoraði Marcus Rashford tvívegis í leiknum, í bæði skiptin eftir frábæran undirbúning Brunos Fernandes en leiknum lauk með 3:1-sigri United.

Leikur Manchester United og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is