Gylfi: Liverpool þarf alvöru íþróttamenn á miðjuna

Félagsskiptaglugginn í knattspyrnuheiminum opnaði um áramótin og var Liverpool til umræðu í því samhengi í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Þeir Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson ræddu m.a. um nýjasta leikmann Liverpool, Hollendinginn Cody Gakpo, og Jude Bellingham, sem hefur verið orðaður við liðið.

Umræðuna um janúarglugga Liverpool má sjá hér að ofan.

mbl.is