Tilþrifin: Brassinn tryggði Hömrunum stig

Brasilíumaðurinn Lucas Paquetá skoraði jöfnunarmark West Ham United í 1:1-jafntefli liðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Joe Willock virtist koma heimamönnum í Newcastle í forystu eftir aðeins 40 sekúndna leik en markið var réttilega dæmt af þar sem boltinn var farinn út af í aðdragandanum.

Örskömmu síðar skoraði Callum Wilson hins vegar og kom Newcastle í forystu.

Eftir rúmlega hálftíma leik jafnaði Paquetá hins vegar metin og fagnaði að hætti hússins.

Mörkin tvö og helstu færin í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert