Enskir miðlar fjalla um næstu skref í máli Gylfa

Mál Gylfa Þórs er á borði saksóknaraembættis bresku krúnunnar.
Mál Gylfa Þórs er á borði saksóknaraembættis bresku krúnunnar. AFP

Ensku dagblöðin The Mirror og The Sun fjalla í dag um mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, en hann var handtekinn í júlí árið 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Rannsókn lögreglunar í Manchester á málinu er lokið og er það komið á borð hjá saksóknaraembætti bresku krúnunnar. Eftir það ferli verður loks ákveðið hvort gefin verði út ákæra, eða málið látið niður falla.

Embættið mun fara mjög vel yfir þau sönnunargögn sem lögregluyfirvöld hafa safnað saman, áður en ákvörðunin verður tekin. Samkvæmt Mirror verður Gylfi aðeins ákærður ef líkurnar á því að hann verði sakfelldur eru miklar.

Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu og í farbanni, allt frá því að hann var handtekinn fyrir einu og hálfu ári síðan. Var hann settur í bann hjá félagsliði sínu Everton, áður en samningur hans við félagið rann út eftir síðustu leiktíð. 

mbl.is