Gary Lineker snýr aftur í Match of the Day

Gary Lineker.
Gary Lineker. AFP/Oli Scarff

Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the Day, mun snúa aftur í þáttinn um næstu helgi eftir að yfirmenn á BBC gáfu eftir í deilu sinni við Lineker.

Íþróttaumfjöllun á BBC fór á hliðina um helgina í kjölfarið þar sem sérfræðingar þáttarins, og fleiri starfsmenn stöðvarinnar, mættu ekki í þáttinn Lineker til stuðnings.

Telegraph greinir frá.

Búist er við því að reglur um notkun starfsmanna á samfélagsmiðlum verði endurskoðaðar í kjölfar atviksins. Eins og áður hefur verið greint frá var Lineker sendur í tímabundið leyfi fyrir að gagnrýna stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks.

Á sama tíma er búist við því að Lineker muni fallast á að gæta að innihaldi tísta sinna og mögulegt er að hann muni biðjast afsökunar.

mbl.is