Yfirmaður Grétars kominn í leyfi

Fabio Paratici er kominn í leyfi frá Tottenham.
Fabio Paratici er kominn í leyfi frá Tottenham. AFP

Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, er kominn í leyfi frá félaginu á meðan það bíður eftir niðurstöðu úr áfrýjun vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að úrskurða hann í 30 mánaða bann frá fótbolta. 

Upp­haf­lega var Paratici, sem er fimm­tug­ur, úr­sk­urðaður í 30 mánaða bann frá öll­um af­skipt­um af ít­ölsk­um fót­bolta en FIFA blandaði sér í málið og bannið nær nú yfir all­an heims­fót­bolt­ann.

Tottenham var ósátt með þá ákvörðun og áfrýjaði henni. Á meðan félagið bíður eftir niðurstöðu, hefur Ítalinn samþykkt að taka sér leyfi frá störfum.

Paratici hef­ur starfað hjá Totten­ham frá því sum­arið 2021 en hann er næsti yf­ir­maður Grét­ars Rafns Stein­ars­son­ar, fyrr­ver­andi landsliðsmanns Íslands í knatt­spyrnu.

mbl.is