Elton John tók á móti bikarmeisturunum

​Elton John er mikill knattspyrnuáhugamaður.
​Elton John er mikill knattspyrnuáhugamaður. AFP/Ethan Miller

Poppstjarnan Elton John tók fagnandi á móti nýkrýndum bikarmeisturum Manchester City þegar leikmenn enska knattspyrnuliðsins snéru heim til Manchester á laugardaginn.

Það er Mail sem greinir frá þessu en City vann 2:1-sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitum bikarkeppninnar á Wembley í Lundúnum á laugardaginn.

Elton John tók á móti leikmönnunum á flugvellinum í Manchester og virtust leikmennirnir skemmta sér konunglega með poppstjörnunni.

Þetta var annar bikar City-manna á leiktíðinni eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði en City mætir svo Inter Mílanó í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl um næstu helgi.

mbl.is