Jóhann Berg fékk flotta einkunn

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley gegn Liverpool á …
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley gegn Liverpool á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson átti flottan leik fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í 3:2-tapi liðsins gegn sterku liði Aston Villa.

Þrátt fyrir að vera manni færri og 2:1 undir skoraði Burnley jöfnunarmark á 71. mínútu en Jóhann Berg lagði upp markið. Villa náði þó að skora sigurmark leiksins á 89. mínútu.

Jóhann Berg hefur verið að glíma við meiðsli á tímabiliniu en var í byrjunarliði í dag og fékk sjö í einkunn frá Sky Sports. Aðeins Lyle Foster fékk hærri einkunn en Jóhann Berg í Burnley.

Aston Villa: Martinez (6); Konsa (6), Carlos (6), Lenglet (6), Moreno (6); Luiz (7), McGinn (7); Bailey (7), J. Ramsey (7), Diaby (7); Watkins (8).

Subs: Torres (6), Duran (n/a), Dendoncker (n/a)

Burnley: Trafford (7); Vitinho (6), O'Shea (6), Beyer (6), Taylor (6); Odobert (6), Berge (4), Brownhill (6), Gudmundsson (7); Foster (8), Amdouni (7).

Subs: Delcroix (6), A. Ramsey (5), Roberts (6), Tresor (6)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert