Hamilton á ráspól í Kína og Massa í þriðja sæti

Hamilton á leið til sigurs í keppninni um ráspólinn í ...
Hamilton á leið til sigurs í keppninni um ráspólinn í Sjanghæ. ap

Lewis Hamilton hjá McLaren var í þessu að vinna gríðarlega mikilvæga keppni um ráspól kínverska kappakstursins, en úrslit keppninnar um heimsmesitaratitil ökuþór gætu ráðist í keppninni á morgun. Helsti keppinautur hans, Felipe Massa hjá Ferrari, varð þriðji, rétt á undan Fernando Alonso hjá Renault.

Póllinn er sá sjöundi sem Hamilton vinnur á árinu og ef til vill sá mikilvægasti í keppninni við Massa. McLarenþórinn er sem stendur 5 stigum á undan ökumanni Ferrari  í titilkeppninni. Fyrir lokahringinn var hann í aðeins fimmta sæti, eftir að hafa tekist illa upp á næstsíðasta lokahring.

Allt gekk hins vegar upp í lokatilrauninni hjá Hamilton.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari varð annar eftir að hafa lengstum verið með besta tímann í lokalotunni. Verði röð fremstu manna sú sama eftir fyrsta hring kappakstursins og í tímatökunum mun herfræði liðanna ráða miklu. Ferrari nýtur þess að vera með báða ökuþóra í fremstu röð því Heikki Kovalainen hjá McLaren varð aðeins fimmti.

Þá kemur ekki í ljós fyrr en á fyrstu hringjum hvernig bílarnir eru hlaðnir af bensíni. Hamilton var mun fljótari á lokasprettinum og er tæpast með þyngri bíl en ökumenn Ferrari. Massa var ekki eins beittur, bætti sig ekki nándar eins mikið og Hamilton í lokin og var aðeins 38 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Alonso.

Á sama tíma og Hamilton styrkti strategíska stöðu sína eru vonir  Roberts  Kubica hjá BMW um titil líklega endanlega úr sögunni. Átti hann sína verstu tímatöku á vertíðinni, varð aðeins tólfti.

Mark Webber  hjá Red Bull varð sjötti en færist aftur um 10 sæti vegna mótorskipta fyrir tímatökurnar. Báðir ökumenn Toro Rosso komust í lokaumferðina og eina ferðina enn kemur smálið Red Bull-fyrirtækisins betur út en móðurliðið, því David Coulthard féll út í fyrstu umferð og hefur keppni fimmtándi en Webbver sextándi.

Rubens Barrichello hjá Honda komst í aðra lotu í fyrsta sinn frá í Montreal. 

Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3
1. Hamilton McLaren 1:35.566 1:34.947 1:36.303
2. Räikkönen Ferrari 1:35.983 1:35.355 1:36.645
3. Massa Ferrari 1:35.971 1:35.135 1:36.889
4. Alonso Renault 1:35.769 1:35.461 1:36.927
5. Kovalainen McLaren 1:35.623 1:35.216 1:36.930
6. Webber Red Bull 1:36.238 1:35.686 1:37.083
7. Heidfeld BMW 1:36.224 1:35.403 1:37.201
8. Vettel Toro Rosso 1:35.752 1:35.386 1:37.685
9. Trulli Toyota 1:36.104 1:35.715 1:37.934
10. Bourdais Toro Rosso 1:36.239 1:35.478 1:38.885
11. Piquet Renault 1:36.029 1:35.722
12. Kubica BMW 1:36.503 1:35.814
13. Glock Toyota 1:36.210 1:35.937
14. Barrichello Honda 1:36.640 1:36.079
15. Rosberg Williams 1:36.434 1:36.210
16. Coulthard Red Bull 1:36.731
17. Nakajima Williams 1:36.863
18. Button Honda 1:37.053
19. Sutil Force India 1:37.730
20. Fisichella Force India 1:37.739
Hamilton fagnar ráspólnum í Sjanghæ.
Hamilton fagnar ráspólnum í Sjanghæ. ap
Massa og Hamilton takast í hendur eftir tímatökurnar í Sjanghæ.
Massa og Hamilton takast í hendur eftir tímatökurnar í Sjanghæ. ap
Alonso blandaði sér í toppslaginn.
Alonso blandaði sér í toppslaginn. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina