Verstappen í miðjum hópi

Max Verstappen varð yngsti formúluökumaður sögunnar er hann ók fyrir Toro Rosso á fyrri æfingunni í Suzuka á föstudag.

Hollendingurinn ungi verður 17 ára á þriðjudaginn kemur og stórbætti hann þar með met sem Sebastian Vettel átti. Hann var 19 ára og 53 daga er hann ók á fyrstu æfingu tyrkneska kappakstursins árið 2006.

Því hefur Verstappen bætt það met um tvö ár og 49 daga eða svo með akstri sínum í Suzuka. Hann ók alls 22 hringi og var aðeins fjórum tíundu úr sekúndu lengur með hringinn en liðsfélagi hans, Daniil Kvyat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert