Force India sýnir nýtt útlit

Hülkenberg og Perez við bílinn á frumsýningunni í Mexíkó.
Hülkenberg og Perez við bílinn á frumsýningunni í Mexíkó.

Force India frumsýndi  í gær nýtt útlit keppnisbíls komandi vertíðar en bæði hann og keppnisgallar ökumannanna verða í nýrri litasamsetningu.

Tveir litir eru eiginlega allsráðandi, svart og silfur. Athöfnin átti sér stað í Mexíkóborg, á heimavelli ökumannsins Sergio Perez en auk hans keppir Nico Hülkenberg fyrir Force India í ár; ökumannaparið verður með öðrum orðum óbreytt.

Ekki var þó alveg um keppnisbíl ársins heldur bíl síðasta árs með þeim breytingum sem koma til framkvæmda í ár, eins og ný trjóna, vegna breytinga á tæknireglum bílanna milli ára.

Keppnisbíll 2015-vertíðarinnar mun ekki sá dagsins ljós fyrr en í annarri lotu bílprófana ársins, sem fram fer í Barcelona um miðjan febrúar. Til fyrstu lotunnar, 1. - 4. febrúar sendir Force India umbreyttan keppnisbíl frá í fyrra.  

Silfurlit hefur verið bætt í litaflóru bíls Force India.
Silfurlit hefur verið bætt í litaflóru bíls Force India.
mbl.is