Haas ræður Esteban Gutierrez

Esteban Gutierrez, fremstur frá vinstri, við brautarskoðun í Mexíkó í …
Esteban Gutierrez, fremstur frá vinstri, við brautarskoðun í Mexíkó í gær með Ferrarimönnum. mbl.is/afp

Haas F1 Team, nýja bandaríska liðið sem hefur keppni í formúlu-1 á næsta ári, hefur staðfest það sem lengi hefur þótt liggja í loftinu; að Esteban Gutierrez keppi fyrir liðið við hlið Romain Grosjean.

Gutierrez er 24 ára Mexíkói og hefur verið reynslulökumaður hjá Ferrari í ár. Hann keppti 2013 og 2014 fyrir Sauber. Hefur Haas notið tæknilegs samstarfs við Ferrari við undirbúning þátttökunnar í formúlu-1. Fær liðið bæði vélar og gírkassa, svo eitthvað sé nefnt, frá Ferrari.

Haas-liðið skýrði frá ráðningu Gutierrez í gærkvöldi að staðartíma í Mexíkó. „Ég er einstaklega ánægður með að gera deilt þessum fréttum,“ sagði Gutierrez við það tækifæri. „Hér fæ ég frábært tækifæri til að bæta við tíma minn hjá Ferrari og ég mun nýta það sem best. Að keppa á samkeppnisfærum bíl með Ferrarivél er einstakt og ég met mikils það traust sem mér er sýnt.

 

mbl.is