Red Bull fremstir á fyrstu æfingu í Mónakó

Daniel Ricciardo átti besta tímann á fyrri æfingu dagsins í Mónakó og næstur varð liðsfélagi hans, Max Verstappen.

Þeir félagarnir voru nær alla æfinguna í toppsætunum á lista yfir hröðustu hringi. Í næstu fjórum sætum urðu Lewis Hamilton á Mercedes, Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari og Carlos Sainz á Renault.

Í sætum sjö til tíu - í þessari röð - urðu Valtteri Bottas á Mercedes, Sergio Perez á Force India, Romain Grosjean á Haas og Sergei Sírotkín á Williams.

mbl.is