Keppir undir nýju nafni

Framtíð Force India virðist hafa verið tryggð.
Framtíð Force India virðist hafa verið tryggð. AFP

Það gerðist fyrr en búist var við, en nýtt nafn er komið á Force India. Keppir liðið undir nýjum formerkjum í Belgíu um helgina, eða Racing Point Force India.

Með þessu þykir nokkuð öruggt að liðið geti keppt í belgíska  kappakstrinum, að leyst hafi verið úr öllum lagaflækjum sem hindrað gátu það.

Bílar liðsins fóru gegnum skoðun í Spa í dag og gær undir nafninu Sahara Force India F1 Team, en allar útgáfur þess heitis hafa í dag verið rifnar af mótorheimili liðsins, flutningabílum og bílskúrasvæði.

Með nýju nafni, Racing Point Force India, hefur liðið keppni á byrjunarreit þar sem það missir öll áunnin stig við nafnbreytinguna og eigendaskiptin. Er heitinu Force India haldið inni í nýja nafninu vegna bílanna sem ekki var hægt að breyta af tæknilegum ástæðum, vegna eignarhalds Vijay Mallya þátttökurétti liðsins í formúlu-1.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert