Ricciardo fljótastur

Daniel Ricciardo á Red Bull ók hraðast á fyrstu æfingu  keppnishelgarinnar í Singapúr og 0,2 úr sekúndu á eftir var liðsfélagi hans Max Verstappen. Í næstu sætum urðu Sebastian  Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari.

Aðstæður í brautinni reyndust ökumönnum viðsjálverðar og hvað eftir annað læstu þeir hjólunum á bremsusvæðum. Lance Stroll á Williams og Valtteri Bottas á Mercedes óku full langt upp á bríkur við aðra beygju hringsins og snarsneru bílum sínum. Sluppu þó báðir við skell á öryggisvegg.

Mercedesmenn létu annars lítið til sín taka og fimmti fljótasti var Nico Hülkenberg á Renault og liðsfélagi hans Carlos Sainz sjöundi en milli þeirra á lista yfir hröðustu hringi varð Lewis Hamilton.

Liðsfélagi hans Bottas varð áttundi, Charles Leclerc á Sauber níundi og tíunda besta hringinn átti Romain Grosjean á Haas. Æfingin endaði þó á lágu nótunum hjá Leclerc því hann rakst utan í vegg á iðjum hring og olli talsverðu tjóni á hægri framfjöðrun bílsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert