Mercedes heimsmeistari

Mercedesmenn fögnuðu sigri Lewis Hamilton og heimsmeistaratitli liðanna.
Mercedesmenn fögnuðu sigri Lewis Hamilton og heimsmeistaratitli liðanna. AFP

Mercedesliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 í ár með óvenjulegum sigri Lewis Hamiltons í Sao Paulo rétt í þessu. Á hann að þakka franska ökumanninum Esteban Ocon, sem er á mála hjá  Mercedes. Ók Ocon utan í Max Verstappen á Red Bull þegar um 25 hringir voru eftir en þá var hollenski ökumaðurinn fremstur og með gott forskot á heimsmeistarann.

Sigurinn var sá tíundi sem Hamilton vinnur á árinu og sá 72. frá upphafi en hann hóf keppni í formúlu-1 árið 2007. Sigurinn fékk hann á silfurdiski vegna fáránlegs framferðis Ocon sem var hring á eftir en lagði samt til atlögu við Verstappen í fyrstu beygjum hringsins. Endaði það með ákeyrslu en við það snarsnerist bíll Verstappen og áður en hann komst aftur inn á brautina rann Hamilton framhjá.

Kekknin í Sao Paulo var einkar tvísýnn og spennandi, sérstaklega um fimm fremstu sætin, og bauð upp á mörg tilþrif. Hamilton hóf keppni af ráspól en áður en  varði höfðu dekkin misst getu og keppinautarnir drógu allhratt á hann. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas tók fram úr Sebastian Vettel á Ferrari í fyrstu beygju og Ferrariþórinn átti lengst af á brattann að sækja. Seint í kappakstrinum hleypti hann liðsfélaga sínum, Kimi Räikkönen fram úr sem þakkaði fyrir sig með því að vinna sig fram úr Bottas og upp á verðlaunapallinn.

Vegna spennunar í keppninni voru taugar þandar þegar í mark kom, einkum og sér í lagi taugar Verstappen. Taldi hann sig eiga eitthvað ómælt við Ocon og fann hann í fjöru inn í skúr þar sem ökumenn voru vigtaðir eftir keppni. Hellti hann sér yfir Ocon og stjakaði nokkrum sinnum við honum áður en gengið var á milli þeirra. 

Liðsmenn Mercedes fögnðu mjög við lok kappakstursins enda hafði liðið landað  heimsmeistaratitli bílsmiða fimmta árið í röð.

Lewis Hamilton fagnar sigri á verðlaunapallinum í Sao Paulo. Max …
Lewis Hamilton fagnar sigri á verðlaunapallinum í Sao Paulo. Max Verstappen er enn ókátur á svip og til hægri er Kimi Räikkönen sem varð þriðji. AFP
Lewis Hamilton fagnar á verðlaunapallinum í Sao Paulo með nokkrar …
Lewis Hamilton fagnar á verðlaunapallinum í Sao Paulo með nokkrar sambadrottningar sér til halds og trausts. AFP
Lewis Hamilton fagnar sigri í Sao Paulo en annar í …
Lewis Hamilton fagnar sigri í Sao Paulo en annar í mark varð Max Verstappen. AFP
Lewis Hamilton krýpur á kné og dásamar keppnisbíl sinn í …
Lewis Hamilton krýpur á kné og dásamar keppnisbíl sinn í Sao Paulo. AFP
Kimi Räikkönen var öflugur alla helgina í Interlagosbrautinni í Sao …
Kimi Räikkönen var öflugur alla helgina í Interlagosbrautinni í Sao Paulo. AFP
Lewis Hamilton fagnar á verðlaunapallinum í Sao Paulo með nokkrar …
Lewis Hamilton fagnar á verðlaunapallinum í Sao Paulo með nokkrar sambadrottningar sér til halds og trausts. AFP
Lewis Hamilton fagnar á verðlaunapallinum í Sao Paulo með nokkrar …
Lewis Hamilton fagnar á verðlaunapallinum í Sao Paulo með nokkrar sambadrottningar sér til halds og trausts. Kimii Räikkönen lætur sér fátt um finnast. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert