Brautarmet þurfti til

Fremstu þrír brosmidir eftir tímatökuna í Bakú. Valtteri Bottas í …
Fremstu þrír brosmidir eftir tímatökuna í Bakú. Valtteri Bottas í miðið, Lewis Hamilton til vinstri og Sebastian Vettel til hægri. AFP

Brautarmetið í Bakú stóðst ekki átökin um fyrsta sætið í tímatöku kappakstursins en á endanum hampaði Valtteri Bottas á Mercedes ráspólnum - og það annað mótið í röð. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.

Vegna óhappa teygðist tímatakan í tvær klukkustundir en hún tekur klukkustund undir eðlilegum kringumstæðum. Lítið var eftir af fyrstu lotu er Robert Kubica á Williams urðu á mistök í áttundu beygju hringsins og skall á öryggisvegg. Tók það hálftíma að fjarlægja tjónaðan bílinn og gera við höggvörn brautarveggsins.

Ekki var langt á aðra lotu liðið er Charles Leclerc á Ferrari klessti á sama vegg og stórlaskaði bíl sinn einnig. Voru það honum sjálfum og liðinu mikil vonbrigði því hann hafði ekið manna hraðast fram að því og þótti líklegur til að hreppa ráspólinn.

Sviptingar voru miklar í öllum lotum tímatökunnar  en ökumenn reyndu eftir megni að spila á að lenda í kjölsogi næstu bíla á undan sér til þess að fá „tog“. Dugði það Pierre Gasly á Red Bull til efsta sætis í fyrstu lotu og liðsfélaga hans Max Verstappen í efsta sæti annarrar lotu. Sá síðarnefndi hefur hins vegar keppni af fjórða rásstað á morgun.

Í sætum fimm til tíu urðu annars - í þessari röð - Sergio Perez á Racing Point, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Lando Norris á McLaren, Antonio Giovanezzi og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Leclerc, sem ekkert ók í lokalotunni vegna tjóns á bílnum. Varð hann í fimmta sæti í annarri lotu

Williamsbíll Roberts Kubica grafinn í öryggisvegginn í áttundu beygju Bakúhringsins.
Williamsbíll Roberts Kubica grafinn í öryggisvegginn í áttundu beygju Bakúhringsins. AFP
Williamsbíll Roberts Kubica grafinn í öryggisvegginn í áttundu beygju Bakúhringsins.
Williamsbíll Roberts Kubica grafinn í öryggisvegginn í áttundu beygju Bakúhringsins. AFP
Robert Kubica stígur upp úr bíl sínum við öryggisvegginn í …
Robert Kubica stígur upp úr bíl sínum við öryggisvegginn í Bakú. AFP
Brautarverðir í Bakú fjarlægja Williamsbíl Roberts Kubica.
Brautarverðir í Bakú fjarlægja Williamsbíl Roberts Kubica. AFP
Ferrarifákur Charles Leclerc fjarlægður úr í áttundu beygju í Bakú.
Ferrarifákur Charles Leclerc fjarlægður úr í áttundu beygju í Bakú. AFP
Ferrarifákur Charles Leclerc fjarlægður úr í áttundu beygju í Bakú.
Ferrarifákur Charles Leclerc fjarlægður úr í áttundu beygju í Bakú. AFP
Robert Kubica ræðir við blaðamenn eftir óhappið í Bakú. Kenndi …
Robert Kubica ræðir við blaðamenn eftir óhappið í Bakú. Kenndi hann sér sjálfum um og kvaðst hafa gert heymskuleg mistök á leið inn í áttundu beygju. AFP
Charles Leclerc ræðir við blaðamenn eftir óhappið í Bakú. Kenndi …
Charles Leclerc ræðir við blaðamenn eftir óhappið í Bakú. Kenndi hann sér sjálfum um og kvaðst hafa gert heymskuleg mistök á leið inn í áttundu beygju. AFP
Valtteri Bottas með sigurlaun tímatökunnar í Bakú.
Valtteri Bottas með sigurlaun tímatökunnar í Bakú. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert