Mercedes eykur bilið

Lewis Hamilton á æfingunni í Montreal í dag.
Lewis Hamilton á æfingunni í Montreal í dag. AFP

Þótt Ferraribíllinn sé talinn einkar hentugur brautaraðstæðum í Montreal þá voru skarlatsrauðu ítölsku fákarnir mun fljótari á fyrstu æfingu helgarinnar í dag.

Lewis Hamilton ók  hraðast og liðsfélagi hans Valtteri Bottas 0,1 sekúndu á eftir en tæplega sekúnda (0,953 sek) var milli Hamiltons og Charles Leclerc hjá Ferrari í þriðja sæti.

Æfingin endaði ekki vel fyrir Bottast því þrýstingur fór af bensínkerfinu þegar nokkrar mínúturu voru eftir. Æfinguna út í gegn áttu flestir ökumannanna í erfiðleikum með veggrip vegna mikils ryks á brautinni.

Max Verstappen á Red  Bull setti fjórða besta tímann og komst upp á milli Ferrarimannanna. Sebastian Vettel á Ferrari átti fimmta besta hringinn en hann var 1,1 sekúndu lengur í förum en Hamilton. 

Sjötta besta hringinn átti Kimi Räikkönen á Alfa Romeo en hann var aðeins 50 þúsundustu úr sekúndu á eftir Vettel.

Í sætum sjö til tíu á  lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urðu Carlos Sainz á McLaren, Daniel Riccardo á Renault, Sergio Perez á Racng Poing og Kevin Magnussen á Haas. Var bilið milli Danans í tíunda sæti og Hamiltons 1,4 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert