Ricciardo og Hülkenberg fá víti

Tæknimenn Renault vinna í keppnisbílnum í Spa-Francorchamps.
Tæknimenn Renault vinna í keppnisbílnum í Spa-Francorchamps. AFP
Bæði Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg hjá Renault fá nýja vél í bíla sína í Spa í dag og þurfa þar af leiðandi að sæta afturfærslu á rásmarki eftir tímatökuna á morgun.
Renaultmenn vænta þess að vélin sé nokkru betri en þær fyrri og skili liðinu í bættum árangri.
Reikna má með fimm sæta afturfærslu hjá báðum ökumönnunum þar sem þeir hafa með tilkomu C-útgáfu vélarinnar farið yfir þann vélarkvóta sem leyfilegur er á keppnistíðinni.
Fleiri ökumenn sæta afturfærslu vegna vélarskipta um helgina, bæði Alexander Albon hjá Red Bull og Daniil Kvyat hjá Toro Rosso.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert