Ofurmennið var ósnertanlegt

Lewis Hamilton á leið til sigurs í kappakstrinum í Abu …
Lewis Hamilton á leið til sigurs í kappakstrinum í Abu Dhabi. AFP

Lewis Hamilton staðfesti hverskonar yfirburða ökumaður hann er með sigri sínum í lokamóti formúlu-1 í Abu Dhabi í dag. Komst enginn í tæri við hann og hefur hann tæplega svitnað undir stýri, svo stór og öruggur var sigur hans.

Í öðru sæti varð Max Verstappen á Red Bull og Charles Leclerc á Ferrari þriðji en þeir sáu sjaldnast til Hamiltons; nema ef væri stöku sinnum undir iljar hans framan af. Kappaksturinn hafði fátt upp á að bjóða af skemmtan. Var Hamilton 16 sekúndum fyrr yfir endamarkið en hinir tveir.

Á þessu stigi er óljóst hvort Leclerc haldi sæti sínu eða verði dæmdur úr vegna meints brots á tæknireglum sem lúta að eldsneytiskerfi bíls hans.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Valtteri Bottas á Mercedes, Sebastian Vettel á Ferrari, Alexander Albon á Red Bull, Sergio Perez á Racing Point, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Carlos Sainz á McLaren sem vann sig fram ur ökumönnum Renault í  lokin og hirti síðasta stigasætið sem í boði var.

Lewis Hamilton á leið til sigurs í kappakstrinum í Abu …
Lewis Hamilton á leið til sigurs í kappakstrinum í Abu Dhabi. AFP
Lewis Hamilton á leið til sigurs í kappakstrinum í Abu …
Lewis Hamilton á leið til sigurs í kappakstrinum í Abu Dhabi. AFP
Lewis Hamilton fremstur á fyrstu metrunum í Abu Dhabi.
Lewis Hamilton fremstur á fyrstu metrunum í Abu Dhabi. AFP
Lewis Hamilton átti náðugan dag í Abu Dhabi.
Lewis Hamilton átti náðugan dag í Abu Dhabi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert