Hamilton með 95. ráspólinn

Lewis Hamilton fagnar niðurstöðu tímatökunnar í Mugello.
Lewis Hamilton fagnar niðurstöðu tímatökunnar í Mugello. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes vann kappaksturinn um ráspól Toskanakappakstursins sem nýlokið er í Mugellobrautinni á Ítalíu. Valtteri Bottas reynist erfitt að velta liðsfélaga sínum úr sessi þegar mmáli skipti en Finninn var fremri á öllum þremur æfingunum í gær og morgun.

Þetta er í 95. sinn sem Hamilton verður efstur í tímatökum formúlu-1 kappaksturs. Óheppnin elti Bottas í dag því er hann var að hefja sína lokatilraun snarsnerist Renaultbíll Estebans Ocon á brautinni; gulu flaggi veifað og hann þar með skyldugur að hægja ferðina því hann var að fara um fyrsta brautarkaflann er þetta gerðist.

Að endingu munaði 59. þúsundustu úr sekúndu á Mercedesmönnunum, sigurhringur Hamiltons tók 1:15,144 mínútur. Bottas varð að gera sér annað sætið að góðu, næstir houm komu Max Verstappen og Alex Albon á Red  Bull.

Charles Leclerc á Ferrari varð óvænt fimmti í þúundasta móti Ferrari í formúlunni. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel sat eftir í annari lotu og hefur keppni á morgun í fjórtánda sæti. Átti hann í erfiðleikum með að komast áfram úr fyrstu lotu, það tókst honum þó með 53 þúsundasta úr sekúndu.

Sergio Perez á Racing Point varð fjötti en færist niður um eitt sæti vegna refsingar. Liðsfélagi hans Lance Stroll varð sjöundi, á undan Daniel Ricciardo á Renault, Carlos Sainz á McLaren og Esteban Ocon á Renault.

Það er oftast stutt milli hláturs og gráturs í íþróttum og á því kenndi sigurvegari kappakstursins í Monza sl. sunnudag, Pierre Gasly á Alpha Tauri, í dag. Komst hann ekki áfram úr fyrstu lotu tímatökunnar og varð í 16. sæti.

Lewis Hamilton og Valtteri Bottas óska hvor öðrum til hamingju …
Lewis Hamilton og Valtteri Bottas óska hvor öðrum til hamingju eftir tímatökuna í Mugello. AFP
mbl.is