Mercedes gaf sig fyrir Hamilton

Lewis Hamilton fagnar sjöunda titli sínum við endamark tyrkneska kappakstursins.
Lewis Hamilton fagnar sjöunda titli sínum við endamark tyrkneska kappakstursins. AFP

Loks hafa kjarasamningar tekist milli Lewis Hamiltons og Mercedesliðsins en hann mun freista þess á komandi keppnistímabili að vinna heimsmeistaratitil ökumanna áttunda sinni.

Samningurinn er til eins árs einvörðungu sem er í samræmi við kröfur sem Hamilton setti fyrir framlengingu samningsins. Mercedes hafði mánuðum saman staðið fast á því að semja til minnst tveggja ára. Rann samningur hans út á gamlársdag, fyrir rúmum mánuði.

Í tilefni niðurstöð málsins hvað Hamilton „spenntur“ fyrir því að ganga til leiks á níundu keppnistíðinni með Mercedes.

Hamilton jafnaði titlamet Michaels Schumacher í fyrra en áður hafði hann eignast metin fyrir fjölda mótssigra, fjölda ráspóla og fjölda ferða uppp á verðlaunapall formúlumóta. Enginn ógnar þessum metum hans í náinni framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert