Alonso varð fyrir bíl

Alonso (sitjandi) með liðsmönnum sínum í Alpine liðinu skömmu fyrir …
Alonso (sitjandi) með liðsmönnum sínum í Alpine liðinu skömmu fyrir jól. AFP

Fernando Alonso liggur nú á spítala í Bern í Sviss eftir að verða fyrir bíl skammt frá borginni er hann var  að æfa sig á reiðhjóli.

Keppnislið hans, hið franska Alpine, staðfesti að heimsmeistarinn tvöfaldi hafi slasast en sagði hann með meðvitund og hýrri há.

Alonso snýr aftur til keppni í formúlu-1 í lok næsta mánaðar í Barein, eða 28. mars. Hann sneri sér að öðrum akstursíþróttum fyrir þremur árum en snýr nú aftur. Hálfum mánuði áður sinna keppnislið formúlunnar æfingar- og þróunarakstri í þeirri braut 12. til 14. mars. Heimildarmenn innan Alpine liðsins telja engan vafa á því að þar mæti Alonso til leiks.

„Fernando undirgengst frekari læknisskoðunum í  dag, föstudag. Liðið vill ekkert tjá sig á þessu stigi meðan beðið er nýrra upplýsinga,“ sagði í tilkynningu.

Ítalska íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport segir að Alonso  hafi brákast á kjálka og tennur hafi brotnað er hann skall í jörðina. BBC-stöðin segir að bíll hafi ekið á Alonso skammt frá heimili hans í Lugano, skammt frá ítölsku landamærunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert