Formúlan fer til Vegas

Keppt verður í Formúlu 1 í Las Vegas frá og …
Keppt verður í Formúlu 1 í Las Vegas frá og með næsta tímabili. AFP/Andrej Isakovic

Keppt verður í Formúlu 1 í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum frá og með næsta tímabili. Verður keppnin götubraut og ekið í kringum frægustu kennileiti í miðborgarinnar.

Keppnin fer fram á laugardagskvöldi í nóvember. Brautin verður rúmir sex kílómetrar, með 14 beygjum og þremur beinum köflum. Hámarkshraðinn verður um 341 kílómetri á klukkustund. Þá verða eknir 50 hringir.

Keppt var í Las Vegas á níunda áratugnum en þá var ekið á bílastæðinu við Caesars Palace-hótelið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert