Kom fyrstur í mark í Ástralíu

Charles Leclerc fagnaði sigri í morgun.
Charles Leclerc fagnaði sigri í morgun. AFP/Con Chronis

Charles Leclerc frá Mónakó kom fyrstur í mark í Ástralíukappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í Melbourne í morgun.

Leclerc keppir fyrir Ferrari en hann tók forystuna strax í byrjun kappakstursins og lét hana aldrei af hendi eftir það.

Hinn mexíkóski Sergio Peréz á Red Bull kom annar í mark, Bretarnir George Russell og Lewis Hamilton komu svo þar á eftir en þeir aka báðir fyrir Mercedes.

Heimsmeistarinn Max Verstappen frá Hollandi sem ekur fyrir Red Bull komst ekki í mark en hann lenti í vélarbilun þegar kappaksturinn var rúmlega hálfnaður.

Leclerc er með forystuna í keppni ökuþóra með 71 stig og George Russell kemur þar á eftir með 37 stig. Carlos Sains er svo í þriðja sætinu með 33 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert