Tilkynntu ökumann án hans samþykkis

Oscar Piastri er 21 árs gamall og kemur frá Ástralíu.
Oscar Piastri er 21 árs gamall og kemur frá Ástralíu. Ljósmynd/BWT Alpine F1 Team

Oscar Piastri var tilkynntur sem ökumaður Alp­ine í Formúlu-1 á næsta tímabili án þess að rætt var við hann. Hann kom síðan fram og tilkynnti að hann mun ekki keyra með liðinu á næsta tímabili.

Oscar Piastri hefur verið varaökumaður liðsins og Alp­ine tilkynnti hann sem aðalökumann sinn á næsta ári án hans samþykkis. Í tilkynningu liðsins stóð að eftir fjögur ár í Renault og Alpine „fjölskyldunni fær varaökumaðurinn Piastrin stöðuhækkun í aðalökumann liðsins

 

Hann fór þá á samfélagsmiðilinn Twitter og sagði  tilkynning liðsins væri röng. Þessi 21 árs gamli ökumaður sagði að hann hafi ekki skrifað undir samning og mun ekki aka fyrir liðið á næsta ári.

 

Talsmaður Alpine sagði að það væri í samningi Piastri að hann muni taka við sem ökumaður á næsta ári. Hann sagði tilkynningu liðsins vera rétta og hann hefði ekkert við það að bæta samkvæmt BBC.

Hinsvegar samkvæmt heimildum Sky Sports rann sá kláus út þann 31. júlí en Alpine hefur ekki staðfest það. 

Möguleg lið sem Piastri gæti farið í eru lið Williams og McLaren en bæði hafa sýnt honum áhuga.

Mikið er um að vera hjá Alpine í dag og í gær en Ot­mar Szafnau­er, liðsstjóri Alp­ine-liðsins frétti einnig af því að Fern­ando Alon­so myndi ekki keyra fyrir liðið í fréttatilkynningu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert