Hollendingurinn vann enn einn kappaksturinn

Verstappen fagnar sigrinum í dag.
Verstappen fagnar sigrinum í dag. AFP/Miguel Medina

Hollendingurinn Max Verstappen kom fyrstur í mark í Monza-kappakstrinum á Ítalíu í Formúlu 1 í dag.

Verstappen byrjaði sjöundi vegna refsingar en vann sig upp í annað sæti á fyrstu fimm hringjum kappakstursins. Ferrari-maðurinn Charles Leclerc, sem hefur verið helsti keppinautur Verstappen í vetur, byrjaði á ráspól en átti ekki roð í hraða Hollendingsins.

Leclerc kom þó annar í mark á heimavelli Ferrari. George Russell kom þriðji í mark á Mercedes bíl sínum og Carlos Sainz, liðsfélagi Leclerc var fjórði. Sjöfaldi heimsmeistarinn og liðsfélagi Russell, Lewis Hamilton var fimmti.

Verstappen er lang efstur í heimsmeistarakeppninni þegar sex keppnir eru eftir. Hann er 116 stigum á undan Leclerc og getur því tryggt sér heimsmeistaratitilinn í næstu keppni sem fram fer í Singapúr eftir þrjár vikur.

mbl.is