Heimsmeistarinn á ráspól en liðsfélaginn í vandræðum

Max Verstappen fagnar eftir tímatökuna í dag.
Max Verstappen fagnar eftir tímatökuna í dag. AFP/William West

Heimsmeistarinn Max Verstappen byrjar fremstur í rásröðinni í Ástralíukappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir sigur í tímatökunni í dag.

Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, ræsir aftastur vegna bilunar í bíl hans. Pérez fagnaði sigri í Sádi-Arabíukappakstrinum um síðustu helgi.

George Russell á Mercedes ræsir annar og liðsfélagi hans Lewis Hamilton þriðji. Þar á eftir koma Fernando Alonso á Aston Martin, Carlos Sainz á Ferrari og Lance Stroll á Aston Martin.  

Verstappen var 0,2 sekúndum á undan Russell, sem var 0,1 sekúndu hraðari en Hamilton. Alonso var 0,4 sekúndum á eftir Verstappen, en aðrir hálfri sekúndu eða meira á eftir.

1) Max Verstappen Red Bull 1:16.732
2) George Russell Mercedes +0.236
3) Lewis Hamilton Mercedes +0.372
4) Fernando Alonso Aston Martin +0.407
5) Carlos Sainz Ferrari +0.538
6) Lance Stroll Aston Martin +0.576
7) Charles Leclerc Ferrari +0.637
8) Alex Albon Williams +0.877
9) Pierre Gasly Alpine +0.943
10) Nico Hulkenberg Haas +1.003
11) Esteban Ocon Alpine 1:17.768
12) Yuki Tsunoda AlphaTauri 1:18.099
13) Lando Norris McLaren 1:18.119
14) Kevin Magnussen Haas 1:18.129
15) Nyck de Vries AlphaTauri 1:18.335
16) Oscar Piastri McLaren 1:18.517
17) Zhou Guanyu Alfa Romeo 1:18.540
18) Logan Sargeant Williams 1:18.557
19) Valtteri Bottas Alfa Romeo 1:18.714
20) Sergio Perez Red Bull Enginn tími
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert