Sundsvall hefur áhuga á Hannesi Þ.

Hannes Þ. Sigurðsson á hér í höggi við Michel Salgado.
Hannes Þ. Sigurðsson á hér í höggi við Michel Salgado. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samkvæmt frétt vefmiðilsins Sundsvalls Tidning er Hannes Þ. Sigurðsson efstur á óskalistanum hjá forráðamönnum sænska úrvalsdeildarliðsins GIF Sundsvall en Hannes er samningsbundinn norska liðinu Viking frá Stavanger. Í frétt Stavanger Aftenblad er sagt frá því að forráðamenn Tromsö hafi enn ekki gefið upp þá von að fá Hannes í sínar raðir en Tromsö hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga á að fá Hannes til sín. Það er Per Joar Hansen frá Noregi sem er þjálfari GIF Sundsvall en hann hefur m.a. þjálfað Rosenborg og Aalesund í norsku úrvalsdeildinni.

„Hannes er góður leikmaður en það er spurning um hvort hann sé of dýr fyrir okkar lið. Við þurfum á góðum leikmönnum að halda fyrir næsta keppnistímabil,“ segir Hansen m.a. við Sundsvall Tidning.

Hannes fór í gær með liði Viking í æfingaferð til Brasilíu en hann mun ekki leika með liðinu í ferðinni vegna áverka sem hann hlaut á skemmtistað í Reykjavík í desember. Hannes er með þríbrotið bein í andliti og þarf að taka það rólega í nokkrar vikur.

Egil Östenstad, framkvæmdastjóri Viking, ítrekaði við Aftenbladet í gær að Hannes væri ekki til sölu.

Hannes lék með FH áður en hann gekk í raðir Viking árið 2002. Þar lék hann fram á vor 2005 en samdi þá við enska 1. deildarliðið Stoke þar sem hann lék 29 leiki og skoraði 1 mark. Hannes var aðeins í stuttan tíma hjá Stoke og danska liðið Bröndby keypti hann haustið 2006. Þar fékk hann ekki tækifæri eftir að skipt var um þjálfara um mitt keppnistímabil og fékk þau skilaboð að finna sér nýja vinnuveitendur. Hann samdi við Viking í febrúar árið 2007 og lék 25 af 26 deildaleikjum liðsins á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »