María Björg: Er enn að kveikja á perunni

Landsliðið fagnar í kvöld.
Landsliðið fagnar í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Helsti vandi Maríu Bjargar Ágústsdóttur markvarðar íslenska liðsins í kvöld var að halda á sér hita því lítið sem ekkert reyndi á hana í leiknum í kvöld.

María var enn að gera sér grein fyrir hvað gerst hafði í leikslok í kvöld og var undarlega mikið á jörðinni þrátt fyrir þá staðreynd að íslenskt landslið hefði komist á Evrópumótið í knattspyrnu.

„Ég er enn að átta mig á þessu öllu. Ég og reyndar við stelpurnar í hópnum urðum að passa okkur að hugsa ekkert of mikið fram í tímann því þá var hætta á að spennustigið hefði orðið allt of hátt fyrir þennan leik gegn Írum. Þannig hugsaði ég fyrir þennan leik og þess vegna kannski er ég ennþá að kveikja á perunni með að raunveruleikinn sé að við séum komnar í Evrópukeppni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert